Aðalfundur 2020 fór fram 4. mars, fundurinn var vel sóttur og góðar umræður sköpuðust á fundinum. Það skiptir miklu máli í starfi félagasamtaka á borð við ÆSKÞ að aðildarfélögin láti sig störf stjórnar varða og taki þátt í aðalfundi. Við erum þakklát fyrir þann áhuga sem við finnum fyrir á störfum ÆSKÞ, það verður spennandi að halda áfram að byggja upp starf sambandsins á komandi árum með öllu því frábæra fólki sem leggur sambandinu lið.

Á fundinum voru fluttar skýrslur ársins, starfsáætlun, fjárhagsáætlun og ársreikningur – öll þessi gögn eru aðgengileg á vefsíðunni. Á samastað má einnig finna fundagerð aðalfundar.

Ný stjórn var kosin á fundinum, aðalstjórn ÆSKÞ skipa nú: Jóhanna Ýr formaður, Katrín Helga gjaldkeri, Daníel Ágúst ritari, Erna Kristín og Hákon Darri. Í varastjórn voru kosin: Berglind, Jens, Anna Lilja, Sóley Adda og Aldís Elva.

ÆSKÞ þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf.