Aðalfundur ÆSKÞ, verður líkt og áður auglýst,  haldinn 4. mars. Húsið opnar kl 16:30 með léttum veitingum. Fundurinn hefst kl 17:00. Erfidrykkja fer fram í húsinu á sama tíma, vinsamlegast sýnið því virðingu við komu.

Fundurinn fer fram í fundarsal, hægrameginn við innganginn, á móti skrifstofu ÆSKÞ.

 Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundastörf. Þá verður einnig kosið í stjórn, í ár verður kosið um ritara og tvo meðstjórnendur til tveggja ára auk fimm varamanna til eins árs. Einnig þarf að kjósa tvo skoðunarmenn reikninga. Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um störf stjórnar geta haft samband við joninasif@aeskth.is.

Kosningaréttur: Hvert aðildarfélag sem greitt hefur aðildargjöld á hefur tvö atkvæði. En við gleðjumst að sjálfsögðu yfir öllum þeim sem mæta á fundinn og láta til sín taka þar.

Fundargögn eru aðgengileg hér á vefsíðunni,  undir fundagerðir.

Okkur þætti vænt um að þeir sem hyggjast taka þátt í fundunum, skrái mætingu í viðburð á Facebookhópnum Æskulýðsleiðtogar Þjóðkirkjunnar: https://www.facebook.com/events/2785138964907006/?ti=icl – það hjálpar okkur að kaupa rétt magn veitinga og setja salinn upp þannig að hann henti fundinum vel. Þá viljum við minna á að þeir sem ætla að vera með í gegnum netið láti vita með helst dags fyrirvara.

Við minnum einnig á að þeir sem vilja sækja um ferðastyrk láti okkur vita.

Sjáumst hress!