Nú um helgina fer fram aðalfundur European Fellowship (EF) að þessu sinni er það Finnska sambandið Nuori Kirkko sem heldur utan um fundinn. Fundarstaðurinn er heldur óhefðbundinn þar sem hagkvæmasti kosturinn að þessu sinni var að funda um borð í skipinu M/S Mariella sem siglir á milli Helsinki and Stokkhólms.
Fundurinn er vel sóttur og vonandi á það eftir að leiða til góðs samtals og góðra niðurstaðna. Það eru alltaf áskoranir að standa að alþjóðlegu ungmennastarfi og mikilvægt að stilla saman strengi.
Næsti viðburður EF er Easter Course sem fram fer um páskana (5.-12. apríl). Að þessu sinni mun það fara fram í Rúmeníu. Í ár verður lögð áhersla á leiðtogafærni undir yfirskriftinni: „Take the lead – Youth participation and youth work.“ Þátttaka í EC er virkilega gefandi og skemmtileg. Þetta er reynsla sem enginn æskulýðaleiðtogi ætti að láta framhjá sér fara. Þeir sem vilja sækja um þátttöku geta sent tölvupóst á joninasif@aeskth.is