Dagana 24.-25. janúar næstkomandi mun ÆSKÞ standa fyrir janúarnámskeiði og árshátíð fyrir leiðtoga í barna og unglingastarfi. Viðburðurinn mun fara fram á Hótel B59 í Borgarnesi. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn, við hvetjum ykkur til að sameinast í bíla eða nýta strætóferðir.

Við munum fá fræðslu um sjálfseflingu og hugleiðingargerð.

Þátttakendur munu gista í tveggja til þriggjamannaherbergjum. Vilji einhverjir gista í einstaklingsherbergjum þarf að hafa samband við joninasif@aeskth.is sem fyrst.

Formleg dagskrá hefst kl 17:00 á föstudeginum og vonumst við því til að sem flestir verði mættir þá. Hinsvegar eru herbergin laus frá klukkan 14:00 og því um að gera að mæta snemma og nýta sér aðganginn í Spa-ið sem er á staðnum eða til að æfa atriði til sýningar eftir mat. Maturinn verður ekki af verri endanum og geta þátttakendur farið að láta sér hlakka til strax. Dagskrá lýkur um kl 17 á laugardag.

Námskeiðið er hugsað fyrir leiðtoga/djákna/presta í barna og unglingastarfi kirkjunnar sem hafa náð 18 ára aldri.

Við hvetjum sóknirnar til að taka þátt í kostnaði við þátttöku á námskeiðinu.

Verðið er 15000kr.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir með gistingu. Skráning fer fram í gegnum netfangið joninasif@aeskth.is