Nú er loksins komið að því sem allir bíða eftir lungað úr árinu. Landsmót ÆSKÞ hefst í dag. Rúturnar eru allar lagðar af stað og nálagst Ólafsvík hratt og örugglega.

Skipulagning mótsins hefur gengið vel og það er spennandi tilhugsun að taka á móti þátttakendum og leiðtogum. Við sem stöndum að mótinu höfum lagt töluverða vinnu í undirbúning en þó er það þannig að mótið stendur og fellur með öllum þeim frábæru leiðtogum sem taka koma með hópa á mótið.

Við hlökkum til að hitta ykkur öll og eiga góða helgi saman.