ÆSKÞ tók þátt í hinni árlegu Gleðigöngu. Að þessu sinni smíðuðum við kirkju og drógum á eftir okkur, úr kirkjunni ómuðu ýmiskonar lög en mesta lukku vakti meðal áhorfenda þegar slagarar á borð við Daginn í dag og Djúp og breið fóru á fóninn. Tóku þá all margir undir svo úr varð fjöldasöngur áhorfenda og göngufólks.

Þátttaka ÆSKÞ þykir í dag sjálfsögð og það er gaman að segja frá því að göngustjóri hinsegin daga hafði samband við framkvæmdastjóra ÆSKÞ þegar þeim var farið að lengja eftir skráningu frá okkur, en af einvherju sökum hafði fyrsta skráningin ekki skilað sér, í samtali tók hún það fram að við værum oftar en ekki fyrsta atriðið til að skrá í gönguna.

Í ár eins og síðustu ár, fylgdu okkur góður hópur fólks. Við vonum að sá hópur haldi áfram að stækka og að við sjáum enn og fleiri æskulýðsleiðtoga, djákna, presta og biskupa á næsta ári.

Takk allir fyrir frábæran dag, leyfum myndum að tala sínu mál!