Að venju tekur ÆSKÞ þátt í gleðigöngunni en þátttaka í henni hefur verið fastur liður um nokkurra ára skeið. Við leggjum mikinn metnað í atriðið okkur og höfum virkilega gaman af því að taka þátt í gleðigöngunni. Það er mikilvægt að kristin grasrótarsamtök eins og ÆSKÞ láti sig mannréttindamál varða og taki afstöðu.

 

 

Í ár höfum við smíðað litla kirkju sem við munum draga á eftir okkur. Kirkjan er opin og þar munum við halda gott partý. Kirkjan sem við drögum með okkur á að minna á að við eigum að vera opin fyrir fjölbreytileika mannslífsins og sköpuninnar. Kirkjan er ekki lokað hús, hún er opin, hún er fyrir alla, hún er svona og hún er hinsegin. Kirkjan á að koma til fólksins. Kirkjan er ekki föst heldur flæðandi og fjölbreytileg eins og samfélagið sem við lifum í. Við eigum að elska okkur sjálf og hvort annað og taka á móti einstaklingnum eins og hann er.

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Lúkas 10:27)

Gangan mun leggja af stað frá Hallgrímskrikju klukkan 14:00 á laugardaginn. Við hvetjum alla æskulýðsleiðtoga, presta og djákna til að koma og ganga með okkur, því fleiri því betra. Sýnum stuðning okkar í verki og tökum þátt.