Dagana 25. mars – 1. apríl verður Easter Course námskeiðið haldið í Finnlandi. EC er árlegur viðburður á vegum European Fellowship ætlað æskulýðsleiðtogum á aldrinum 18-25 ára. Þemað í ár er: ,,Crossing barriers and borders in Europe” og verður lögð áhersla á hvernig hægt er sé að styrkja stöðu minnihlutahópa innan kirkjunnar og fræðast um þær hindranir, útilokanir og mismunun sem á sér stað víða í Evrópu enn þann dag í dag.

Námskeiðið er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast fólki víðvíðs vegarsvegar frá Evrópu, leysa af hendi ýmis verkefni, læra nýja leiki og kynnast öðrum trúarviðhorfum.

Þátttökugjaldið er 175€ og inni í því er gisting, matur, dagskrá og kennsluefni. Þátttakendur þurfa sjálfir að bóka flug til Helsingi en ÆSKÞ styrkir hvern þátttakanda að hluta til.  Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér námskeiðið betur og ættu að setja sig í samband við Jónínu Sif við fyrsta tækifæri.

Eitt af markmiðum ÆSKÞ er að opna möguleika íslenskra ungmenna til að kynnast ungmennum í kirkjustarfi á erlendum vettvangi því hvetjum við leiðtoga um allt land til að sækja um.

Umsóknarfresturinn er til 26. febrúar, umsækjendur sækja um hér fyrir neðan:

[form eastercourse2018]

easter_course_2018_-_english_invitation_-_website_version