Um helgina fór fram námskeið í Skálholti, þar sem saman komu leiðtogar, æskulýðsfulltrúar, djáknar og prestar. Námskeiðið heppnaðist í alla staði frábærlega og var þátttaka góð.

Það var augljóst að námskeið sem þetta átti erindi við hópinn, en ekki síður var mikilvægt að koma saman, leiðtogar héðan og þaðan af landinu og deila reynslu meðal jafningja. Í Skálholti er frábær aðstaða til námskeiðishalds af þessu tagi og ekki skemmir fyrir að geta farið til morguntíða í Skálholtsdómkirkju.

Við vonum að námskeiðið með þessu sniði verði héðan í frá árlegur viðburður á vegum ÆSKÞ.