Síðastliðna klukkutíma hefur verið nokkur jarðskjálftavirkni á landsmótssvæðinu. Við fylgjum grannt með framvindu mála. Jarðskjálftar eru mjög algengir hér á suðurlandi. Ekki er ástæða að svo stöddu til að hafa áhyggjur. Vallaskóli þar sem við gistum er fjöldahjálparstöð og því getum við unað vel við val okkar á náttstað. Samt sem áður viljum við minna leiðtoga á viðbragðsáætlunina okkar en þar segir í kafla um stóra jarðskjálfta:
- Starfsmenn komi börnunum út í horn, undir borð eða í næstu dyragætt og láta þau KRJÚPA, SKÝLA sér með annarri hendinni og HALDA sér í gólf, borðfót eða dyrakarm.
- Varast þung húsgögn og hluti sem detta úr skápum og hillum.
- Halda börnunum fjarri stórum rúðum sem geta brotnað.
- Við jarðskjálfta geta hlutar úr byggingunni brotnað af. Haldið ykkur fjarri þeim stöðum í húsinu þar sem hætta er á hrynjandi byggingarhlutum.
Verði breytingar eða atvik sem kalla á frekari upp aðgerðir munum við tafarlaust hafa samband við leiðtoga og birta upplýsingar hér á síðunni.
Annars er hér mikil gleði og góð stemning. Mótsetningin var kraftmikil (kannski full kraftmikil?) og sundlaugapartý sem og aðrir dagskrárliðir hafa verið vel sóttir. Við hlökkum til að verja helginni með þessum frábæra hóp sem mættur er á landsmót.