Allir eru velkomnir og við hvetjum sérstaklega þátttakendur í æskulýðsstarfi kirkjunnar, presta, djákna, æskulýðsleiðtoga og aðra starfsmenn kirkjunnar til þess að mæta.
Laugardaginn 12. ágúst verður safnast saman við Þjóðleikhúsið á Hverfisgötu. Mæting er þar kl. 13:00 en gangan leggur af stað klukkustund síðar. Þá mæta allir auðvitað í litríkum fötum með gleðina að vopni og í ár hvetjum við eins alla sem eiga kross, hvort sem er hálsmen eða annað til að mæta með hann í gönguna.