geeseÁ laugardaginn kl. 13:00 verður ratleikurinn Mission impossible. Um er að ræða risaratleik sem mun fara fram um alla Akureyri.  Þátttakendur munu mynda lið sem vinnur saman.

Best er að nota app sem heitir GooseChase og verður búið að setja leikinn þangað inn. Þá getur einn í hverju liði sótt appið og skráð sig inn. Ef eitthvað lið verður án snjallsíma verður líka hægt að fá blöð til þess að leika leikinn.

Hér fyrir neðan er hægt að sækja appið fyrir iOs og Android.

apple_app_store  google_play_store

Athygli er vakin á að þátttakendur og leiðtogar bera sjálfir ábyrgð á munum sem þeir koma með á mótið.