Við þurfm að vita hverjir eru mættir á mótið og hverjir ekki. Þess vegna, líkt og þegar við mætum í flug, þurfa leiðtogar að innrita sinn hóp á mótið.
1. Prenta út innritunarblað
Áður en lagt er af stað þarf leiðtogi að skrá sig inn í skráningarkerfið, velja Innritunarblað og prenta það út.
2. Merkja við hverjir eru mættir
Í rútunni á leiðinni þarf leiðtoginn að merkja við alla sem eru mættir.
3. Leiðtogi innritar hópinn í Íþróttahöllinni
Við komuna á Akureyri stoppar rútan fyrir utan Íþróttahöllina. Þar bíður hópurinn inni í rútunni á meðan leiðtoginn fer inn og innritar hópinn.
4. Armbönd, leiðtogahálsbönd og vaktaskrár afhentar.
Við innritun er skráð niður hverjir eru mættir. Leiðtoginn fær afhent umslag sem inniheldur armbönd fyrir þátttakendur og leiðtoga, leiðtogahálsband sem leiðtogi skal bera allt mótið (er svo skilað við lok móts) og vaktaskrár leiðtoga.