Margir hafa haft samband við okkur og óskað eftir framlengdum skráningarfresti í hæfileikakeppnina. Við viljum auðvitað hafa sem flest atriði í keppninni og því höfum við ákveðið að framlengja skráningarfrestinn fyrir hæfileikakeppnina til 8. október.
Við gerum ekki ráð fyrir að geta framlengt frestinn meira þar sem dómnefnd tekur þá til starfa og fer yfir atriðin. Þau atriði sem komast áfram í úrslit munu fá upplýsingar um það þegar niðurstaða liggur fyrir og geta þá lagt lokahönd á atriðið.
1. Senda inn myndband: 8. október 2016
Þau æskulýðsfélög sem ætla að taka þátt í hæfileikakeppninni senda inn myndband í síðasta lagi 8. október 2016. Atriðið má vera í mesta lagi 3 mínútur að lengd. Skráning fer fram hér á aeskth.is. Eitt atriði má koma frá hverju félagi.
2. Dómnefnd tekur til starfa
Dómnefnd mun fara yfir öll innsend atriði.
3. Fimm atriði valin áfram
Dómnefnd velur fimm bestu atriðin sem munu svo keppa til úrslita á mótinu. Þau atriði fá a.m.k. viku fyrirvara og geta þannig undirbúið sig.
4. Úrslitakeppni á Landsmóti
Á laugardeginum verður haldin úrslitakeppni á mótinu sjálfu. Þar verða fimm bestu atriðin sýnd á sviði. Atriði má vera í mesta lagi 3 mínútur og Samfés reglur gilda um klæðaburð eins og áður.
5. Dómnefnd og æskulýðsfélög velja sigurvegara
Líkt og síðustu ár mun dómnefnd kveða upp sinn dóm og gildir hann 50%. Öll æskulýðsfélög á mótinu greiða svo atkvæði og gilda þau 50% á móti dómnefnd.