skraningNú styttist í að skráningu á Landsmót 2016 á Akureyri ljúki en skráningarfrestur er til kl. 23:59 þann 30. september 2016. Mikil skipulagning liggur á bakvið stórt mót eins og Landsmót og því þurfa skráningar að liggja fyrir þremur vikum fyrir mót.

Leyfisbréf

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast leyfisbréf sem hægt er að prenta út og senda unglingana með heim. Þar er að finna reglur mótsins auk þess sem beðið er um þær upplýsingar sem þarf að skrá. Leiðtogar sjá svo um að skrá þessar upplýsingar inn í rafrænt skráningarkerfi. Við leggjum áherslu á að mataróþol/ofnæmi sé skilmerkilega skráð svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir tímanlega.

Leyfisbréf 2016

Mótsgjald

Mótsgjald á Landsmót er 17.900 kr á mann fyrir aðildarfélög ÆSKÞ en 18.900 kr á mann fyrir aðra. Greitt er mótsgjald fyrir bæði þátttakendur og leiðtoga/presta.

Staðfestingargjald er 7.000 kr á hvern þátttakanda og er óafturkræft. Strax að lokinni skráningu eru sendur út reikningur fyrir staðfestingargjaldi og skal greiða hann strax. Skráning telst ekki staðfest fyrr en staðfestingargjald er greitt.

Sumar kirkjur hafa lent í vandræðum með að innheimta staðfestingargjald hjá þeim sem kunna að hætta við þátttöku í mótinu. Því mælum við með að búið sé að inneimta staðfestingargjaldið áður en þátttakendur eru skráðir á mótið.

Afgangurinn af mótsgjaldi fyrir þá sem mæta á mótið og leiðtoga/presta er svo innheimtur strax að móti loknu.