Venju samkvæmt tók ÆSKÞ þátt í Gleðigöngu hinsegin daga í Reykjavík þann 6. ágúst 2016. Að þessu sinni var þemað JÖRÐUM FORDÓMA og ókum við líkbíl með líkkistu sem hafði þessa áletrun. Viðbrögðin við atriðinu voru mjög góð og erum við þakklát fyrir þau.
Að öðrum ólöstuðum fær sr. Þórir Stephensen sérstakar þakkir fyrir að leiða atriði í göngunni og sömuleiðis fær Útfararstofa Íslands þakkir fyrir að lána okkur bíl og kistu.