eastercours_1000Athugið stuttan umsóknarfrest

European Fellowship of Christian Youth heldur evrópunámskeiðið Easter Course vikuna 20. mars – 27. mars 2016 í borginni Cluj í Transylvaníu í Rúmeníu. Það er skemmtilega blanda af sumarbúðum, leiðtogaþjálfun og ferðalagi fyrir ungt fólk í kristilegu starfi á aldrinum 18-25 ára. Þátttökugjaldið er 150 evrur og inni í því er gisting, matur, dagskrá og kennsluefni.

Ferðakostnaður er fyrir utan þetta gjald og þurfa þátttakendur sjálfir að bóka flug til Cluj Napoca International Airport og vera komnir kl. 17:00 sunnudaginn 20. mars.

Eitt af markmiðum ÆSKÞ er að opna möguleika íslenskra ungmenna til að kynnast ungmennum í kirkjustarfi á erlendum vettvangi því hvetjum við leiðtoga um allt land til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2016 umsækjendur sækja um hér fyrir neðan en við getum sent að hámarki 10 þátttakendur.

ÆSKÞ verður í sambandi við alla sem sækja um strax og fresturinn er liðinn. Við biðjum ykkur því um að bóka ekki flug fyrr en þið hafið heyrt frá Jónínu Sif, framkvæmdastjóra ÆSKÞ.

ec20216_baeklingur1 ec20216_baeklingur2

Umsóknarform

(form 'eastercourse2015' not found)