Merki ÆSKÞÆskulýðssamband Þjóðkirkjunnar ÆSKÞ auglýsir 50% stöðu framkvæmdastjóra frá 1. febrúar 2016.

ÆSKÞ eru frjáls félagasamtök æskulýðsfélaga kirkjunnar. Sambandið stendur fyrir fjölbreyttum æskulýðsviðburðum og er málsvari æskulýðsstarfs innan íslensku Þjóðkirkjunnar.

Starfsstöð sambandsins er í Reykjavík. Menntunar- og hæfniskröfur eru háskólamenntun sem nýtist í starfi og víðtæk reynsla af æskulýðsstarfi. Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar ÆSKÞ.

Starfið felur í sér:

  • Daglegan rekstur og umsýslu sambandsins
  • Gerð fjárhagsáætlana og öflun styrkja
  • Skipulagningu og framkvæmd Landsmóts ÆSKÞ
  • Samskipti við aðildarfélög og samstarfsaðila
  • Málsvörn fyrir ungt fólk í kirkjunni

Fyrirspurnum má beina til Guðmundar Karls Einarsson, gjaldkera ÆSKÞ, á netfangið gjaldkeri@aeskth.is.

Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem Biskupsstofu er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjenda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni.
Eyðublað um heimild til öflunar gagna

Umsóknarfrestur er til 4. desember 2015. Umsóknir má senda merktar „Framkvæmdastjóri ÆSKÞ“ til ÆSKÞ, Neskirkju við Hagatorg, 107 Reykjavík.