Nú er frábæru Landsmóti í Vestmannaeyjum lokið. Á mótið voru skráðir 687 og 657 mættu á svæðið. Mótið heppnaðist vel þrátt fyrir dagskrárbreytingar vegna Herjólfssiglinga.

Mótsnefnd vill sérstaklega þakka og hrósa leiðtogum og prestum mótsins. ykkar þáttur í Landsmóti verður seint fullþakkaður og mótið hefði ekki gengið nema með einstöku viðmóti og eljusemi leiðtoga og presta.

12045716_1062884160390686_5453678841970405747_oÓskilamunir

Allir óskilamunir eftir mótið verða á skrifstofu ÆSKÞ í Neskirkju við Hagatorg. Hægt er að hafa samband við Rakel, framkvæmdastjóra, til þess að nálgast þá.

Uppgjör

Rafrænar kröfur fyrir greiðslu mótsgjalda þátttakenda og leiðtoga verða sendar út á morgun. Reikningar vegna mótsins streyma nú inn og því biðjum við um að mótsgjöld verði greidd sem allra fyrst.

Rafrænar kröfur eru sendar í tölvupósti og þær eru líka aðgengilegar í Skrámi.