Samkvæmt öldu- og veðurspá fyrir fyrripart föstudags er útlit fyrir að ófært verði í Landeyjahöfn. Því hefur verið tekin sú ákvörðun að Herjólfur sigli frá Þorlákshöfn fyrri ferð á morgun. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um seinni ferð Herjólfs.

Hér fyrir neðan eru brottfarartímar. Athugið að rúturnar fara af stað á þessum tímum og því þurfa hópar að vera tilbúnir a.m.k.
30 mínútum fyrr. 

Fyrri hópur

Höfuðborgarsvæðið, Noregur og Suðurnes

Brottför er óbreytt frá því sem áður var gefið út.

 • Digraneskirkja brottför kl. 09:30
 • Grindavík brottför kl. 09:00
 • Sandgerði og Garður brottför kl. 08:30

Seinni hópur

Landsbyggðin

Þar sem ekki er ljóst hvort seinni ferð verður farin frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn miðast allir brottfarartímar við að allir hópar nái hvorum stað.

Ef siglt verður frá Landeyjahöfn fer Herjólfur þaðan kl. 19:45 (mæting 19:15)
Ef siglt verður frá Þorlákshöfn fer Herjólfur þaðan kl. 19:15 (mæting 18:45)

 • Hvolsvöllur: (hringt í viðkomandi)
 • Selfoss brottför kl. 18:00
 • Hveragerði brottför kl. 17:30
 • Skálholt brottför kl. 17:00
 • Ólafsvík brottför kl. 13:30
 • Hvammstangi brottför kl. 13:30
 • Skagaströnd brottför kl. 12:00
 • Akureyri brottför kl. 10:00
 • Austurland: Hóparnir eru þegar lagðir af stað. Þeir munu miða brottfarir við að vera komnir í Þorlákshöfn kl. 18:45.

Herjólfur mun upplýsa um það eigi síðar en kl. 14 hvort seinni ferð verður farin frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að breytist öldu- og veðurspá verulega verði tilkynnt um það kl. 7 í fyrramálið hvort fyrri ferð fari mögulega frá Landeyjahöfn. Það telst ólíklegt og SMS verður sent á alla leiðtoga, þátttakendur og foreldra ef ofangreindar brottfarir breytast. Það á aðeins við um seinni ferðina, þ.e. landsbyggðina.

Uppfært 23. október 2015 kl. 08:50

Fyrsta ferð Herjólfs fer til Þorlákshafnar.