Aldrei þessu vant ætlum við að vera með hópastarf á laugardaginn kl. 13:00 og er margt í boði. Klukkan 14:30 er Karnival og er það í samstarfi við hjálparstarf kirkjunar og verður safnað í POLLA- og HEMMA-Sjóð sem styrkja börn til íþrótta og tónlistarnáms. Margir hóparnir tengjast karnivalinu á einn eða annan hátt, en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera…. Ó T R Ú L E G A  S k e m m t i l e g i r.

Dans
Hópurinn æfir dans og sýnir á Karnivali

Útileikir
Farið verður í ýmsa útileiki

Crossfit
Lærum grunninn í crossfit

Stomp
Trommuslagverkshópur sem æfir samspil

Söngur
Hópurinn æfir lag sem flutt er á Karnivali

Leiklist
Hópurinn æfir atriði sem sýnt er á Karnivali

Sálmari
Hópurinn lærir landsmótslag og flytur á Karnivali

Sprang
Lærum þjóðaríþrótt Vestmannaeyja

Eldfjallaganga
Gengið upp á 40 ára gamalt eldfjall

Dorg
Veitt í soðið

Bbbbb…brjálæði
Hugað að geðrækt

Fjölmiðlar
Fréttafluttningur frá Landsmóti yfir á norðurey

Instagram maraþon
Ljósmyndamaraþon sem fer beint á Instagram

Kvikmyndagerð
Hópurinn gerir trailerinn Landsmót 2015

Karnivalþrautir
Hópurinn býður upp á þrautir á Karnivali

Altaristafla
Listræna liðið sem gerir altaristöflu fyrir messuna

Skreytingar
Listræna liðið sem skreytir salinn fyrir Karnival

Vöfflur og kaffi
Snillingar sem baka vöfflur og selja með kaffinu á Karnivali

Blöðrur
Glaða fólkið sem gefur blöðrur á Karnivali

Myndabás (live feed)
Myndatökur á karnivali

Andlitsmálun
Felur í sér að undirbúa og bjóða uppá andlitsmálun á Karnivali

Hárgreiðsla
Felur í sér að undirbúa og bjóða uppá  hárgreiðslu á Karnivali

Söfnun
Gengið með bauka og tekið við framlögum

Polla og Hemma miðar
Umsjón með sölubás styrkja

Loom bönd
Föndrað og aðstoðað við að föndra teyju- armbönd

Bílaþvottur
Snillingar sem bjóða upp a bilaþvott Karnivali