Kæru leiðtogar og prestar

Nú er Landsmótsnefnd um það bil að leggja af stað til Vestmannaeyja. Við töldum rétt að mæta tímanlega til að dusta aðeins rykið af Heimaey og koma öllu í gang 🙂

Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem leiðtogar og prestar sem koma með hóp á mótið þurfa að hafa í huga.

Kveðja
Landsmótsnefnd

[divider style=“hr-solid-double“]

Innritun í Herjólf

Við komuna í Landeyjahöfn/Þorlákshöfn þurfa allir að fá miða í bátinn.

  • Höfuðborgarsvæðið: Hjalti Jón og Hákon Arnar í Laugarneskirkju sjá um að fara í afgreiðsluna og fá alla miða fyrir höfuðborgarsvæðið. Þeir deila miðum svo út til leiðtoga. Mikilvægt að allir leiðtogar séu með á hreinu hversu margir eru í þeirra hóp.
  • Suðurnes: Hver leiðtogi innritar sinn hóp.
  • Austurland: Sigríður Rún og Davíð Þór fara í afgreiðsluna og fá alla miða fyrir hópa af Austurlandi.
  • Akureyri, Skinnastaðir, Hvammstangi og Skagaströnd: Bryndís og Magnús fara í afgreiðsluna og fá miða fyrir þessa hópa.
  • Selfoss, Hveragerði, Hvolsvöllur og Skálholt: Konný leiðtogi í Skálholti fær alla miða fyrir þessa hópa.
  • Ólafsvík: Óskar Ingi fær alla miða fyrir Ólafsvík.

Við biðjum alla aðra leiðtoga að bíða rólegir þar til þeir fá miða fyrir sinn hóp. Þegar allir eru komnir með miða er hægt að fara um borð í bátinn.

Innritun

Við komuna til Vestmannaeyja sér einn leiðtogi úr hverjum hóp um að innrita hópinn á mótið. Þar afhendir leiðtoginn innritunarblað sem þarf að vera búið að fylla út á leiðinni. Blaðið er hægt að prenta út úr skráningarkerfinu.

Við innritun fást afhent armbönd fyrir þátttakendur, hálsbönd fyrir leiðtoga, dagskrá og vaktaskrá leiðtoga.

Innritunarupplýsingar eru notaðar til þess að gera upp eftir mótið og einnig þannig að við vitum hve margir eru á svæðinu hverju sinni.

Vaktaskrá leiðtoga

Allir leiðtogar/prestar ganga vaktir á mótinu samkvæmt vaktaskrá sem hefur verið sett saman. Vaktaskráin er afhent við innritun en einnig er hægt að nálgast hana í farsíma á http://m.aeskth.is.

Þar sem allir leiðtogar/prestar hafa verið skráðir á vakt er mikilvægt að skipuleggjendur mótsins fái upplýsingar um öll forföll í leiðtogahópnum þannig að hægt sé að gera ráðstafanir.

Matur

Fyrsta máltíð mótsins er hressing á föstudaginn og síðasta máltíðin er nesti eftir guðsþjónustu á sunnudag.

Dýnur

Allir þátttakendur og leiðtogar/prestar sofa í skólastofum og þurfa því að hafa með sér dýnur, svefnpoka/sæng, lak og tilheyrandi. Athugið að tvíbreiðar vindsængur eru ekki leyfilegar nema tveir sofi á þeim.