landsmot2015_700

Skráning á Landsmót ÆSKÞ er í fullum gangi og lýkur 2.október. Skráning fer, eins og áður, fram rafrænt í gegnum vefinn. Þátttakendur skrá sig í sinni kirkju og hver kirkja sendir svo skráninguna inn í gegnum rafræna kerfið.

Við þurfum að panta pláss í Herjólfi og því mikilvægt að skráningar berist tímanlega. 

Sjálfboðaliðar

Þeir ungleiðtogar sem eru 17 ára (f.1998) og því ekki með aldur til að starfa sem leiðtogar á mótinu geta sótt um að vera í sjálfboðaliðahóp landsmóts. Sótt er um það rafrænt inni á vef ÆSKÞ. Umsóknarfrestur er sá sami og skráningarfrestur á mótið sjálft, 2.október.

Hæfileikakeppni

Skráningu í hæfileikakeppni æskulýðsfélaganna lýkur 16.október og fer hún fram inni á vef ÆSKÞ. Þar má einnig finna allar upplýsingar um keppnina.