Hefur þú áhuga á að koma að framkvæmd landsmóts ÆSKÞ í Vestmannaeyjum?
Til þess að mótið gangi upp þurfum við hressa og duglega sjálfboðaliða. Mikil vinna liggur að baki undirbúningi, framkvæmd og frágangs á jafnstórum og viðamiklum viðburði og landsmót ÆSKÞ er. Sjálfboðaliðar aðstoða við ýmis verkefni fyrir mót, á mótinu og eftir mót. Það er alveg sérstök reynsla að vera sjálfboðaliði á landsmóti, mikil vinna en mikil gleði.
Ef þú ert 17 ára eða eldir og ert tilbúin í skemmtilega vinnutörn 22.-25. október þá getur þú sótt um hér fyrir neðan. Umsóknarfrestur er til 2. október 2015.