European Fellowship of Christian Youth heldur evrópunámskeiðið Easter Courseeaster_course_2015_booklet vikuna 29. mars – 5. apríl 2015 í borginni Birkirkara á Möltu. Það er skemmtilega blanda af sumarbúðum, leiðtogaþjálfun og ferðalagi fyrir ungt fólk í kristilegu starfi á aldrinum 18-25 ára. Þátttökugjaldið er 150 evrur og inni í því er gisting, matur, dagskrá og kennsluefni.

Ferðakostnaður er fyrir utan þetta gjald og þurfa þátttakendur sjálfir að bóka flug til Möltu og vera komnir kl. 17:00 sunnudaginn 29. mars. ÆSKÞ mun styrkja þátttakendur úr aðildarfélögum um 10.000 krónur fyrir ferðakostnaði.

Eitt af markmiðum ÆSKÞ er að opna möguleika íslenskra ungmenna til að kynnast ungmennum í kirkjustarfi á erlendum vettvangi því hvetjum við leiðtoga um allt land til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 31. desember 2014 umsækjendur sækja um í gegnum ÆSKÞ en við getum sent að hámarki 5 þátttakendur.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um Easter Course http://europeanfellowship.weebly.com/uploads/4/1/5/5/41554797/easter_course_2015_booklet.pdf