Kæru landsmótsgestir, við bjóðum ykkur velkomin á Landsmót ÆSKÞ.

Innritun á mótið fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Fyrir brottför þurfa leiðtogar að prenta út innritunarblað (Skrámur). Leiðtogar merkja við í rútunum hvaða þátttakendur og leiðtogar eru mættir og afhenda svo blaðið í innrinu.

Þátttakendur bíða í rútunum á meðan einn leiðtogi/prestur úr hverju félagi innritar hópinn.

Æskulýðsfélög af höfuðborgarsvæðinu, Noregi og Suðurnesjum gista í Laugarbakkaskóla. Þau fara fyrst með sínum rútum í Laugarbakkaskóla, fara inn með dótið sitt en eru fljót að því og koma svo með rútum á Hvammstanga í Félagsheimilið til þess að innrita sig. Krakkarnir bíða í rútum á meðan leiðtogar sjá um innritun en koma svo þangað inn í mat.

Æskulýðsfélög af Austurland, Norðurlandi, Ólafsvík, Vestmannaeyjum, Selfossi og Hveragerði gista á Hvammstanga. Þau fara fyrst í félagsheimilið á Hvammstanga til þess að innrita sig, krakkarnir bíða í rútum á meðan leiðtogar innrita hópinn. Eftir það fara þau með rútunum á gististaðina og labba svo í mat.

  • Hofsprestakall gistir í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
  • Skálholtskirkja gistir í Félgasmiðstöðinni á Hvammstanga.
  • Akureyrarkirkja, Glerárkirkja, Hólaneskirkja og Hvammstangakirkja gista í Leikskólanum á Hvammstanga.
  • Austurland (nema Hofsprestakall), Ólafsvíkur og Ingjaldshólsprestakall, Selfosskirkja, Hveragerðiskirkja og Landakirkja í Vestmannaeyjum gista í Grunnskólanum á Hvammstanga.
  • Æskulýðsfélög af höfuðborgarsvæðinu, Noregi og Suðurnesjum gista í Laugarbakkaskóla.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll og óskum ykkur Guðs blessunnar og góðrar ferðar.