Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar tekur þátt í gleðigöngunni í ár. Með því viljum við leggja okkar af mörkum til þess að draga úr fordómum gegn samkynhneigð sem stundum eru byggðir á kristinni trú. Við erum þeirrar skoðunnar að ekki sé hægt að finna grundvöll fyrir því að fordæma sambönd samkynhneigðra í Biblíunni.

Þátttaka okkar í göngunni er innblásin af áhuga og siðferðisvitund unglinga í æskulýðsfélögum um allt land. En þessi skilaboð hafa ómað í umræðum þeirra og skemmtiatriðum.

Fordómar í garð hinsegin fólks birtast í sinni ljótustu mynd meðal trúarbragða og því vill Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn þeim. Í Jesú nafni er hinsegin fólk fordæmt og því munu ungmennin halda á borða sem inniheldur allt sem Jesús sagði um samkynhneigð og játningu til fordómalauss Guðs. Sín á milli halda þau síðan á bænabandi að sænskri fyrirmynd en hver perla á bandinu hefur merkingu. Sú svarta merkir iðrun og viljum við fyrir hönd trúaðra biðjast afsökunar á þeirri framkomu sem hinsegin fólk hefur mætt. Dýrmætasta perlan táknar þig, sem er fallegur og falleg, hvar sem þú stendur í regnbogalitrófi lífsins. Guð blessi þig.

glediganga_banner