Nú er hægt að skrá sig til þátttöku með ÆSKÞ í gleiðigöngunni – gay pride. Æskulýðsfélög um allt land geta skráð sig og ætlum við að ganga undir borða merktum félaginu í gleðigöngunni þann 9. ágúst næstkomandi.

Dagskráin verður þannig að við komum sama í Neskirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 17:00, föndrum skilti og skraut fyrir gönguna og fræðumst um það hvaða ljósi Biblían getur hugsanlega varpað á umræðuna um sambönd fólks af sama kyni. Á laugardeginum 9. ágúst hittumst við svo hjá BSÍ kl. 12.00 og göngum sem hópur undir merkjum ÆSKÞ.

Félög sem þurfa að ferðast um langan veg geta sótt um ferðastyrk með því að senda póst á [mailto]eva@aeskth.is[/mailto].

Skráning fer fram hér fyrir neðan.

Gleðiganga