ÆSKÞ er aðili að Evrópusamtökum Kristinna Æskulýðsfélaga (European Fellowship of Christian Youth) og fór aðalfundur samtakanna fram um helgina. Fundurinn fór fram í Tampere í Finnlandi of fór Guðmundur Karl Einarsson, gjaldkeri ÆSKÞ, á fundinn fyrir hönd ÆSKÞ.
ÆSKÞ hefur ekki verið formlegur meðlimur að EF þrátt fyrir að verið svokallað Organisation in Touch í nokkur ár. Á stjórnarfundi ÆSKÞ í janúar var ákveðið að taka næsta skref og sækja um aukaaðild að EF. Aðildarumsóknin var afgreidd á fundinum og samþykkt.
Stærsta verkefni EF er að standa fyrir mannréttindanámskeiðinu Easter Course sem haldið er árlega í páskavikunni. Síðasta námskeið var haldið í Birmingham í Bretlandi og heppnaðist vel. Að ári verður námskeiðið haldið á Möltu.
European Fellowship stuðlar auk þess að mikilvægum tengslum á milli aðildarfélaga og nýtast slík tengsl litlum samtökum eins og ÆSKÞ afar vel. Þannig stendur aðildarfélögum EF t.d. til boða að nýta sumarbúðir skáta í Danmörku og KFUM og KFUK í Ungverjalandi gegn vægu gjaldi.
Á fundinum var haldið upp á að 50 ár eru liðin frá stofnun EF og var tímamótunum fagnað með hátíðarhádegisverði.

20140504-195117.jpg

20140504-195125.jpg

20140504-195132.jpg

20140504-195140.jpg