ÆSKÞ mun standa fyrir námskeiðunum Verndum þau sem fjalla um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum og hvernig best sé að taka á slíkum málum þegar þau koma upp.

Námskeiðin þykja fróðleg og vönduð og eru ætluð öllum sem starfa innan kirkjunnar, bæði launuðu og ólaunuðu starfsfólki. Nauðsynlegt er að þeir sem starfa með börnum og unglingum sæki þessi námskeið.

Í okkar samfélagi búa því miður ekki öll börn við öruggt og friðsælt umhverfi. Góðar líkur eru á því að einhver þeirra barna sem búa við óviðunandi aðstæður sæki einhvertíman barna- og unglingastarf kirkjunnar. Það er mikilvægt því að þeir sem starfa með börnum og unglingum séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og geti séð vísbendingar um það ef vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað gegn börnum.

Fyrsta námskeiðið verður í safnaðarheimili Breiðholtskirkju fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00-21:00. Fyrirlesari er Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur og forstöðumaður í Barnahúsi.

Næsta námskeið verður svo í safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20. mars kl. 16:30-19:30. Fyrirlesari er Þorbjörg Sveinsdóttir, MA í sálfræði og starfsmaður Barnahúss.

Skráning fer fram á netfangið eva@aeskth.is eða í síma 6618485