Eva Björk ValdimarsdóttirEva Björk Valdimarsdóttir, guðfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar. Eva Björk tekur við stöðunni af sr. Sigríði Rún Tryggvadóttur sem vígð var til prestsþjónustu við Egilsstaðasöfnuð 1. september síðastliðinn.

Eva Björk lauk embættisprófi í guðfræði í febrúar 2013 og BA prófi í sálfræði 2002. Hún hefur víðtæka reynslu í barna- og æskulýðsstarfi innan kirkjunnar og hjá Reykjavíkurborg. Hún hefur m.a. starfað í Barnahúsi, verið forstöðumaður dagvistar í Öskjuhlíðaskóla og starfað sem sérfræðingur í forvarnadeild Lögreglunnar í Reykjavík.

Eva Björk tekur við stöðunni 1. október næstkomandi og er hún boðin velkomin til starfa.