Merki ÆSKÞÆskulýðssamband Þjóðkirkjunnar ÆSKÞ auglýsir 50% stöðu framkvæmdastjóra frá 1. október n.k.

ÆSKÞ eru frjáls félagasamtök æskulýðsfélaga kirkjunnar. ÆSKÞ stendur fyrir fjölbreyttum æskulýðsviðburðum og eru málsvari æskulýðsstarfs innan íslensku Þjóðkirkjunnar.

Starfsstöð sambandsins er í Reykjavík. Menntunar- og hæfniskröfur eru háskólamenntun sem nýtist í starfi og víðtæk reynsla af æskulýðsstarfi. Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar ÆSKÞ.

Starfið felur í sér:

  • Daglegan rekstur og umsýslu sambandsins.
  • Gerð fjárhagsáætlana og öflun styrkja.
  • Samskipti við aðildarfélög og samstarfsaðila.
  • Málsvörn fyrir ungt fólk í kirkjunni.

Fyrirspurnum má beina til Sigurvins Lárusar Jónssonar, ritara stjórnar, á netfangið sigurvin@aeskth.is.

Umsóknarfrestur er til 7. september 2013. Umsóknir má senda merktar „Framkvæmdastjóri ÆSKÞ“ til ÆSKÞ, Neskirkju við Hagatorg, 107 Reykjavík. Með umsóknum fylgi útfyllt eyðublað um öflun upplýsinga úr sakaskrá.