Kirkjuþing unga fólksins 2013 var haldið á Biskupsstofu laugardaginn 25. maí og sátu 20 fulltrúar frá landinu öllu á þinginu að þessu sinni. Forseti kirkjuþings unga fólksins var kosin Þóra Björg Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi í Grafarvogskirkju og hún var sömuleiðis valin áheyrnarfulltrúi fyrir hið almenna kirkjuþing.

fulltrúar á kirkjuþingi 2013

Kirkjuþingsfulltrúarnir sendu frá sér fimm tillögur og ályktanir sem kirkjuráð mun þurfa að taka afstöðu til, þar á meðal tillögur að breytingum á starfsreglum fyrir kirkjuþing unga fólksins, um réttindi og stöðu leiðtoga innan kirkjunnar og framtíðarsýn kirkjunnar.

Að þingi loknu voru fulltrúar þreyttir en ánægðir með afrakstur dagsins og sýndu þau vilja til að áframhaldandi vinnu í að móta og hafa áhrif á kirkjuna okkar.