Easter Course á Íslandi 24.-31.mars

IMG_7698Dagana 24.-31.mars verður Easter Course haldið hér á Íslandi. Um er að ræða mannréttindanámskeið þar sem ungt fólk (16-25 ára) frá Evrópu kemur saman og fræðist um mannréttindi. Námskeiðið er á vegum Europian Fellowship of Christian Youth sem ÆSKÞ er aðili að. Námskeiðið er árlegt og á hverju ári er tekið fyrir nýtt efni sem snýr að mannréttindum. Í ár er yfirskriftin Hand in hand – take a stand! Fræðst verður um kynþáttafordóma í margvíslegum myndum og munu þátttakendur m.a vinna með unglingum í efra Breiðholti þar sem hlutfall íbúa af erlendum uppruna er mikið. Þess utan munu þátttakendur sitja fyrirlestra þar sem mannréttindi eru rætt frá mörgum sjónarhornum. Undir lok vikunnar munu þátttakendur einnig taka þátt í að skipuleggja Vaktu með Kristi, vökunótt þar sem páskasögunnar er minnst.

Námskeiðið verður haldið í Skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði en þátttakendur verða mikið á ferðinni og mun námskeiðið teygja sig til Víðisstaðakirkju, Kaldársels, Neskirkju, Breiðholts og miðborgar Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur koma frá hinum ýmsu löndum og má þar nefna: Ísland, Úkraína, Litháen, Rúmenía, Malta, England, Finnland, Danmörk og Írland. Skipulagning er í höndum sjö manna undirbúningsnefndar og á ÆSKÞ tvo fulltrúa þar, Þórunni Harðardóttur og Rakel Brynjólfsdóttur. Nú er aðeins vika í að fyrstu þátttakendur lendi á Íslandi og eðlilega er mikil spenna komin í hópinn. Meðfylgandi má sjá nokkrar myndir frá námskeiði síðasta árs sem haldið var í Úkraínu en Rakel Brynjólfsdóttir og Andrea Ösp Andradóttir tóku þátt þar.