Verndum þau

Verndum þau

Í mars býður ÆSKÞ upp á tvö ,,Verndum þau“ námskeið.
Námskeiðin þykja fróðleg og vönduð og eru ætluð öllum sem starfa innan kirkjunnar, bæði launuðu og ólaunuðu starfsfólki. Sérstaklega þeim sem starfa með börnum og unglingum.

Fyrra námskeiðið verður í Hallgrímskirkju (Kórkjallara) í Reykjavík þriðjudaginn 12. mars kl 18-21. Fyrirlesari er Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur og forstöðumaður í Barnahúsi.

Seinna námskeiðið verður í safnaðrheimili Ísafjarðarkirkju mánudaginn 18. mars kl 19.30-22.30. Fyrirlesari er Þorbrjörg Sveinsdóttir, MA í sálfræði og starfsmaður í Barnahúsi.

Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi, heima, í skóla, leik- og frístundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn. Á Íslandi eru börn sem eiga undir högg að sækja, búa við vanrækslu eða eru beitt ofbeldi – líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu. Það er mikilvægt að þeir sem starfa með börnum og unglingum séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og geti lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað gegn börnum.

Skráning fer fram á netfangið Sigridur.Run.Tryggvadottir@kirkjan.is eða í síma 6618485, fyrir 11. mars fyrir námskeiðið í Hallgrímskirkju og fyrir 14. mars fyrir námskeiðið á Ísafirði