Þemadagur fyrir æskulýðsfulltrúa, djákna, sóknarnefndarfólk og presta um sjálfboðaliða í kirkjunni, verður föstudaginn 30. nóvember í Vídalínskirkju í Garðabæ. Fjallað verður um efnið í erindum, umræðum, hópefli, bænajóga og borðsamfélagi.

Yfirskrift þemadagsins er Náðargjafir til góðs – um sjálfboðna þjónustu í kirkjunni. Markmiðið með þemadeginum er að þjálfa leiðtoga safnaðanna til að rækta og viðhalda sjálfboðinni þjónustu í kirkjunni. Athyglinni er sérstaklega beint að sjálfboðaliðanum og hvernig hægt er að hlúa að þeim sem gefur vinnu sína og tíma.

Dagskrá:
9.00 Mæting og morgunmatur
9.30 Bænajóga í umsjón Jónu Hrannar Bolladóttur sóknarprests
10.00 Hvers vegna vill fólk vera sjálfboðaliðar og af hverju ætti það að gefa kirkjunni tímann sinn? Haukur Ingi Jónasson prestur og sálgreinir
12.00 Hádegismatur
13.00 Hagnýtt utanumhald sjálfboðaliða í kirkjunni. Halldór Elías Guðmundsson, djákni og safnaðarfræðingur
15.00 Hamingjustund og námskeiðsslit
Það er samstarfshópur um æskulýðsstarf í þjóðkirkjunni sem stendur að þemadeginum. Skráning og frekari upplýsingar eru á Biskupsstofu í síma 528 4000 eða á netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is. Kostnaður við námskeiði er kr. 4000 á þátttakenda