Í dag, sunnudaginn 28. október, lauk einu stærsta landsmóti sem ÆSKÞ hefur staðið fyrir. 600 unglingar komu saman á Austurlandi, nánar tiltekið á Egilsstöðum, og gerðu kraftaverk. Verkefni helgarinnar var að safna fyrir brunni í Malaví en fólk þar býr við þær aðstæður að þurfa að fara langan veg eftir vatni og því getur brunnur gert kraftaverk.
Mótið var í einu orði FRÁBÆRT og andrúmsloftið stórkostlegt. Takmarkið var að safna fyrir brunni og það tókst. Því er ljóst að framfarir munu verða fyrir fólkið í Malaví.
Landsmótsnefnd þakkar fyrir mótið og bendir á vefsíðu Þjóðkirkjunnar, www.kirkjan.is, og sérstaka síðu helguðu Landsmóti. Þar er að finna myndir og myndbönd af mótinu.