Eftir aðeins 16 daga verðum við stödd á Egilsstöðum á landsmóti. Nú snúast hjólin mjög hratt í herbúðum landsmótsnefndar og óhætt að segja að það sé í mörg horn að líta. Vinnsla á skemmtilegum myndböndum er á fullu, verið er að leggja lokahönd á sjálfboðaliðahópinn, skráning er í fullum gangi, hópastarfið nánast tilbúið og allt að smella saman.

 

Sjálfboðaliðahópur landsmóts verður kynntur seinnipartinn í dag – eftir að við höfum haft samband við alla. Rúmlega 30 ungleiðtogar sóttu um í sjálfboðaliðahópinn í ár og því var ljóst að landsmótsstjóri myndi eiga erfitt verkefni fyrir höndum að velja 15 úr þeim hópi. Við þökkum öllum þeim sem sóttu um í hópinn, það gleður okkur mjög að sjá hversu mikill áhugi er fyrir þessum hóp.

Frá og með deginum í dag munum við setja daglegar fréttir hér inn af framgangi mála hjá okkur í landsmótsnefndinni. Gangi ykkur vel í undirbúningnum fyrir landsmót.