Já, plakat landsmóts ÆSKÞ 2012 er farið í prentun og mun verða sent til æskulýðsfélaga og kirkna snemma í næstu viku. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir hannaði plakatið í ár og erum við henni mjög þakklát fyrir. Guðrún hefur sterkar rætur í æskulýðsstarfi en hún starfaði lengi í Digraneskirkju við MeMe Movie. Plakatið endurspeglar á skemmtilegan hátt hjálparstarfsverkefnið okkar í Malaví. Við hlökkum til að geta sent þetta til ykkar í næstu viku. Upplýsingar um hópastarf koma einnig í næstu viku.