Nú hafa bæklingur og leyfisbréf verið send út til æskulýðsleiðtoga, einnig er hægt að nálgast þetta undir liðnum upplýsingar hér á síðunni. Í bæklingnum má finna helstu upplýsingar sem unglingarnir þurfa að hafa fyrir mótið (reglur, dagskrá, um mótið og fl.). Aðrar fréttir eru þær að nú styttist í að veggspjald mótsins komi úr prentun og bíðum við mjög spennt. Það er hún Guðrún Þóra Gunnarsdóttir sem hannar það í ár.

Um helgina mun nýtt myndband líta dagsins ljós og hópastarfið verður kynnt frekar í seinni hluta næstu viku 🙂

Gangi ykkur vel í undirbúningnum