Sæl og blessuð,

Það styttist óðfluga í páska. Árviss viðburður sem er í boði fyrir æskulýðsfélögin er Vaktu með Kristi. Þetta hefur verið mjög fjölmennur viðburður til margra ára og hvetjum við leiðtoga safnaða til að taka þátt með unga fólkinu sínu nú sem endranær.
Skráning hjá margretolof@aeskth.is
Nánari upplýsingar: Margrét Ólöf Magnúsdóttir, s. 661-8485, 697-5454.

Vaktu með Kristi

Næturdagskrá í boði ÆSKR, ÆSKÞ og ÆNK. Haldin í Neskirkju aðfaranótt Föstudagsins langa, 5. apríl kl.22.00 – kl. 08.00 6. apríl 2012

MARKMIÐ VÖKUNNAR ER AÐ GEFA UNGU FÓLKI (Í ÆSKULÝÐSFÉLÖGUM 8.bekk og eldri) KOST Á AÐ SÝNA Í ORÐI OG VERKI AÐ ÞAU VILJI TAKA ÞÁTT Í OG VERA HLUTI AF KRISTNU SAMFÉLAGI.

Kostnaður er kr.1000,- Innifalið: hressing, matur og rútuferð heim.

Vakan verður í NESKIRKJU aðfaranótt föstudagsins langa. Á vökunni viljum við leiða hugann að atburðum næturinnar þegar Jesús var svikinn og því samfélagi sem hann átti með lærisveinum sínum þessa síðustu nótt. Þannig fáum við tækifæri til að upplifa atburði næturinnar á áþreifanlegan og áhrifamikinn hátt.

Vakan hefst kl. 22:00 á skírdag, 5. apríl, og stendur til kl. 8:00 að morgni föstudagsins langa 6. apríl (húsið lokar kl 23.00, eftir það er ekki hægt að fara út, nema ef foreldrar/forráðamenn sækja viðkomandi).

Uppbygging vökunnar er tvíþætt. Annars vegar eru helgistundir í kirkjunni og hins vegar er hægt að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá þar sem ýmislegt er í boði, svo sem listsmiðja, söngur, leikir, afslöppunarherbergi, sjónvarpsherbergi. Við hvetjum einnieg æskulýðsfélögin sem koma á staðinn til að koma sjálf með dagskrártilboð.

Þátttakendur þurfa í raun ekkert að taka með sér, en það er gott að taka með sér dýnu, svefnpoka og tannbursta, ef ætlunin er að hvílast eitthvað yfir nóttina. Boðið verður upp á sameiginlega máltíð um nóttina, en allt annað, s.s nammi, verður hver og einn að taka með sér. Ekki verður hægt að fá að skreppa út í sjoppu.

Á staðnum er hægt er að hringja í

  • Sigurvin: 692-7217
  • Andrea: 659 – 1200

LEIÐTOGAR TILKYNNI FJÖLDA ÞÁTTTAKENDA FYRIR 4.APRÍL

Nánari upplýsingar veitir:

Margrét Ólöf Magnúsdóttir margretolof@aeskth.is
framkvæmdastjóri ÆSKÞ  gsm. 661-8485 / 697-5454