Biblíuspurningakeppnin Jesús lifir byrjaði árið 2001. Suðurhlíðarskóli hefur haldið utan um keppnina frá upphafi og markmið hennar að hvetja börn á aldrinum 9 – 13 ára til að lesa Biblíuna. Nú hafa um 200 krakkar tekið þátt í keppninni.

Síðastliðna helgi, 24. – 25. mars, var haldin Spurningakeppnin Jesús lifir fyrir 4. – 7. bekk. Þetta er samkirkjulegt verkefni en sr. Eric í Aðventkirkjunni á veg og vanda af sjálfri keppninni sem er mjög fjölbreytt.

Að þessu sinni tóku aðeins 6 lið þátt: Aðventkirkjan, Boðunarkirkjan, Íslenska Kristskirkjan, Suðurhlíðaskóli, Útskálakirkja og Vestmannaeyjar. Undanfarin ár hafa verið 10 – 12 lið og hefur helmingurinn verið frá Þjóðkirkjunni.

Þetta voru hressir,  kátir og klárir  krakkar sem tóku þátt. Undankeppnin var haldin í Suðurhlíðaskóla seinnipart laugardags. Eftir hana var pizzuveisla og kvöldvaka og svo sváfu flestir þátttakendur í skólanum. Á sunnudagsmorgni eftir morgunmat nutu allir þess að fara í Kópavogslaug. Úrslitakeppninn fór fram í Loftstofunni. Þar var fyrst í boði dýrindis hádegismatur og kræsingar í kaffinu.

Úrslitin urðu þau að í 1. sæti var liðið frá Vestmannaeyjum, í 2. sæti Suðurhlíðaskóli og 3. sæti Aðventkirkjan.

Margir lögðu hönd á plóginn til að gera þennan viðburð ánægjulegan fyrir börnin og við fullorðna fólkið nutum samvista hvert við annað og með þessu snillingum.

 

http://www.facebook.com/photo.php?fbid=10150245982444546&set=o.122720677803430&type=3