Líkt og undanfarin ár verður skemmtilegt, fræðandi og uppbyggilegt mót fyrir TTT hópa (10 – 12) í Vindáshlíð, sumarbúðum KFUK í Kjós.
Þemað er Gleði, gleði, gleði; hvað gefur okkur sanna gleði og hvernig getum við glatt aðra?
Það verður kvöldvaka, þar sem hóparnir láta ljós sitt skína með skemmtiatriðum, náttfata-kósí í setustofunni, fræðsla og verkefni og val um íþróttir, útivist, spil og fleira. Við njótum náttúrunnar og finnum kyrrð í Hallgrímskirkju Vindáshlíðar. Svona ferðir sitja eftir í minningum barna og unglinga.
Farið verður frá bílastæði Árbæjarkirkju og félagsmiðstöðvarinnar Tíunnar kl.17 á föstudeginum og komið til baka kl.16 á laugardeginum.
Verð er kr.5000 og er allt innifalið í því: ferðir, matur, gisting og efniskostnaður. Vonandi sjá kirkjur sér fært að niðurgreiða fyrir börnin að einhverju leyti.
Nokkrar kirkjur eru búnar að tilkynna þátttöku og þar sem það er takmarkaður fjöldi sem kemst, hvet ég alla til að tilkynna sig til mín hið allra fyrsta.
Nánari dagskrá og leyfisbréf verður sent eftir helgi.
Skráning
Skráning á mótið fer fram í Skrámi, skráningarkerfi ÆSKÞ. http://skraning.aeskth.is