Námskeið í Borgum, safnaðarheimili Kópavogskirkju þriðjudaginn 15. nóvember kl.19.30. Fyrirlesari er Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur og forstöðumaður í Barnahúsi.
Námskeiðið fjallar um vanrækslu og ofbeldi gegn börnum og unglingum og hvernig bregðast eigi við slíku. Námskeiðið er í boði Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar og er sérstaklega ætlað þeim sem starfa með börnum og unglingum hvort sem það er innan eða utan kirkjunnar. Námskeiðið á erindi til allra starfsmanna safnaða, barna- og æskulýðsstarfsmanna, presta, djákna, organista og kirkjuvarða.
Léttar kaffiveitingar í boði Kópavogskirkju.
Skráning í s: 661-8485 eða með að senda tölvupóst á aeskth@aeskth.is
Síðasti skráningardagur er mánudagurinn14. nóvember.