Karl biskup nefndi landsmótið í útvarpsprédikun sinni í Hallgrímskirkju í dag:

Karl biskup opnaði landsmótið

„Á föstudagskvöldið var naut ég þeirrar gleði að opna Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar sem haldið er á Selfossi. Það var uppörvandi vonartákn að hitta fyrir þessi fimm hundruð ungmenni af öllu landinu sem þar eru undir forystu dugmikilla presta, djákna og æskulýðsleiðtoga. Þau eru að fræðast um fagnaðarerindið og eflast í lífi í trú og von og kærleika. Á landsmótinu safna þau fjármunum til styrktar börnum og unglingum sem hafa misst foreldra í jarðskjálftunum og fljóðbylgjunni í Japan. Þarna fannst mér ég sjá hið unga Ísland á grundvelli hins gamla, síunga Orðs, sem æ er hið sama: Vegurinn, sannleikurinn og lífið.