Hljómsveitin Tilviljun? frumflutti lagið Hjörtu úr gulli sem er landsmótslagið 2011 við setningu Landsmóts æskulýðsfélaga í gærkvöldi. Lagið fjallar um neyð fólks sem býr langt í burtu og hvetur okkur til að leggja þeim lið og hjálpa þeim sem grætur.
Í ár, eru þónokkur sár,
og miklu fleiri tár,
sem lækna þarf.
Því að, langt burt frá þessum stað,
er barn sem grætur það
að mamma hvarf.
En nú, er það mín von og trú,
að saman ég og þú
hjálpum þeim.
Að fá, ný tækifæri’ að sjá
og með því bætum þá
þennan heim.
Hjörtu úr gulli og við, leggjum lið.
Hjörtu úr gulli og við, leggjum lið.
Við stöndum upp upp,
upp, rísum öll á fætur.
Upp, upp, upp
hjálpum þeim sem grætur.
Upp upp öll sem eitt.
Við stöndum upp, upp,
upp, tökum þetta’ í törnum.
Upp, upp, upp,
björgum þessum börnum,
sem geta, enga björg sér veitt.