… orðinn spenntur að fá okkur frábæra fólkið á Landsmót eftir bara 9 DAGA. Já, það er allt á fullu í herbúðum Landsmótsnefndar. Skráningum er lokið, dagskráin er tilbúin, skemmtikraftarnir æfa á fullu, verið er að útbúa vaktaplön leiðtoga og raða félögum niður í herbergi. Einar, tengiliður okkar á Selfossi er á fullu að græja og gera enda er þetta maðurinn sem á veg og vanda að öllum tæknimálum á Þjóðhátíð í EYJUM takk fyrir :), ekkert nema það besta fyrir Landsmót.

Á morgun munum við skutlast austur á Selfoss og ganga frá nokkrum málum og skiljum eftir okkur Landsmótsstemmningu.
Hlökkum til að sjá ykkur.