Í gær skellti landsmótsnefndin sér á Selfoss þar sem við hittum Örlyg, skólameistara FSU og einnig Svan, trésmíðakennarann í FSU sem ætlar að sjá um skemmtilegan trésmíðahóp á laugardeginum. Einnig hittum við Ninnu Sif, verðandi prest og meðlim nefndarinnar ásamt honum Einari Björnssyni sem er maðurinn sem mun eiga stóran þátt í að gera landsmótið að AWESOME landsmóti. Nú eru bara 10 dagar í að skráningu ljúki og skráningar eru farnar að koma inn.

INGÓ veðurguð mun skemmta þeim sem skella sér í sundlaugarpartýið á föstudagskvöldinu. Hann mun vera á bakkanum með gítarinn og hugsanlegt er einnig að DJ-inn kíki við og þeyti vatnsheldum skífum. Þetta er uppskrift að kvöldi sem getur ekki klikkað 🙂

NEDÓ SPORT er skemmtilegt starf sem er á föstudagskvöldum kl.20.00 í íþróttahúsi Álftamýrarskóla. Þessi hópur mun kynna sig og starfsemi sína á Landsmótinu og verða með íþróttasprikl og fleira í íþróttahúsi Vallaskóla í frjálsa tímanum. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband sem var tekið á æfingu hjá Nedó Sport sl.föstudag.

httpv://www.youtube.com/watch?v=SyrUc5Hs9Uo

Meira bráðum 😉