Plakatið er komið úr prentun, skemmtikraftar æfa á fullu, umsjónarmenn hópa undirbúa spennandi starf….já, það styttist í Landsmótið og nú eru bara 5 vikur þar til við hittumst á Selfossi! Nú er komið skemmtilegt „teaser“myndband með Tilviljun? sem við hvetjum ykkur til að kíkja á. Tilviljun? mun leiða alla tónlist á morgunstundum, kvöldvökum og helgistundum mótsins. Einnig munu þau sjá um hópinn „Kristileg tónlist“ þar sem þau munu kynna kristilega tónlist og einnig kenna nokkur skemmtileg lög.
httpv://www.youtube.com/watch?v=BAzCJiCCYSg&feature=share