Já, þið lásuð rétt. Í gær bættist við mjög spennandi Hip Hop danshópur á vegum Júlí Heiðars. Júlí Heiðar þarf vart að kynna fyrir unglingunum okkar…en kannski þarf að kynna hann aðeins fyrir okkur…hinum eldri *hóst, hóst* Júlí hefur aðallega getið sér gott orð í tónlistinni og þá sérstaklega fyrir söng sinn með Kristmundi Axel í laginu: Til baka sem bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir 2 árum.

Annars er bara allt gott að frétta af landsmótsmálum. Við erum að ganga frá ýmsum lausum endum, plakatið er í vinnslu og fyrsta vídjó-innslagið sömuleiðis og mun hvort tveggja verða sent út fyrir lok vikunnar 🙂

Landsmótsnefndin stefnir svo að því að kíkja á Selfoss í næstu viku og anda að sér stemmningunni þar, ásamt því að ganga enn betur frá öllu sem þarf að ganga frá.

Meira bráðlega